fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 22:00

Teikning af manninum og myndir af bindinu hans og skó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1994 fann þýska lögreglan lík við strendur Helgolands. Þetta var lík af karlmanni og var steypujárn bundið við fætur hans. Málið hefur valdið þýsku lögreglunni heilabrotum allar götur síðan en nú gætu ástralskir vísindamenn hafa varpað smá ljósi á það og komist nær því að leysa gátuna um af hverjum líkið er.

Maðurinn hefur verið kallaður „Herramaðurinn“ vegna þess hversu vel klæddur hann var. Hann var með ullarbindi, í breskum skóm, frönskum buxum og í blárri langerma skyrtu. Hann var talinn hafa verið 45 til 50 ára þegar hann lést.

The Guardian segir að vísindamenn við Murdoch University í Ástralíu hafi nýlega skýrt frá niðurstöðum rannsóknar sinnar. Þeir segja að maðurinn hafi líklega eytt megninu af lífi sínu í Ástralíu. Þetta byggja þeir á samsætugreiningu á beinum hans.

Mismunandi loftslag, jarðvegur og mannleg hegðun setja sitt mark á líkamsvefi.

Nýlega tókst að kortleggja dna-snið mannsins og vonast vísindamenn að það geti hjálpað til við að komast að hver hann var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi