fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þekktur blaðamaður ákærður fyrir barnaníð og vörslu barnakláms

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 07:00

Hann var sýknaður af ákæru um tvö morð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefjast réttarhöld í Hróarskeldu í Danmörku yfir miðaldra dönskum blaðamanni sem er ákærður fyrir barnaníð og vörslu barnakláms. Ákæruvaldið heldur því fram að í tíu ár hafi hann brotið kynferðislega gegn stúlkum. Maðurinn var handtekinn í kjölfar ábendinga, meðal annars frá eiginkonu hans.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Samkvæmt úrskurði dómstóls er óheimilt fyrir danska fjölmiðla að skýra frá nafni mannsins og að veita upplýsingar um bakgrunn hans, það er vinnustað og annað. Þeir hafa því aðeins sagt að hann sé á miðjum aldri og hafi starfað hjá stórum dönskum fjölmiðli.

Ákæran er 25 blaðsíður og í henni eru 40 fórnarlömb nefnd til sögunnar.

Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tæplega 200 blygðunarsemisbrot gegn börnum á aldrinum 4 til 14 ára. Mörg málanna teygja sig aftur til 2011 og þau nýjustu eru frá því vorið 2021 en þá var maðurinn handtekinn.

TV2Øst segir að maðurinn hafi viðurkennt að hafa verið með harðan disk í sinni vörslu sem á voru rúmlega 13.000 barnaklámsljósmyndir og 1.125 myndskeið.

Samkvæmt ákærunni braut hann gegn fórnarlömbum sínum með því að taka myndir af þeim, til dæmis með faldri myndavél þegar þau voru í baði eða á klósettinu. Hans eigin börn eru á meðal fórnarlamba hans og börn sem komu í heimsókn til þeirra, þar á meðal börn vina og nágrannabörn.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir sex nauðganir á börnum.

Lisa Frandsen, saksóknari, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að málið sé mjög alvarlegt. Brotin hafi staðið yfir í um 10 ár. Fórnarlömbin séu 40 börn, flest yngri en 12 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum