fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Þriðju líkamsleifarnar fundust í Lake Mead – Uppistöðulón sem glæpamenn notuðu til að losa sig við lík

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 22:00

Vatnsmagnið er í sögulegu lágmarki í Meadvatni og eitt og annað kemur því í ljós. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn the National Park Service í Nevada fundu líkamsleifar í Lake Mead á mánudaginn. Þetta eru þriðju líkamsleifarnar sem hafa fundist í vatninu á nokkrum mánuðum. Vatnsborð þess lækkar sífellt vegna þurrka og samfara því hafa líkamsleifar fundist sem og eitt og annað, til dæmis sokknir bátar.

CNN segir að verðirnir hafi fundið líkamsleifarnar á Swim Beach svæði vatnsins í Boulder City síðdegis á mánudaginn. Réttarmeinafræðingar voru kallaðir á vettvang.

Lake Mead er uppistöðulón en lengi hefur verið haft á orði að glæpamenn hafi notað vatnið til að losa sig við lík og annað sem ekki þoldi dagsljósið.

Fyrsta líkið fannst 1. maí. Það var í tunnu og er talið að viðkomandi hafi verið skotinn til bana einhvern tímann frá því á miðjum áttunda áratugnum til fyrstu ára níunda áratugarins. Er það miðað við fatnað og skó sem viðkomandi var í.

Annað lík fannst 7. maí og á mánudaginn það þriðja.

Um 40 milljónir íbúa í vesturhluta Bandaríkjanna treysta á vatn úr Colorado River og Lake Mead og Lake Powell, sem eru tvö stærstu uppistöðulónin og um leið vatnsból.

Lake Mead var síðast full árið 2000 en síðan hefur yfirborð þess lækkað um 53 metra og hefur aldrei verið lægra síðan lónið var búið til 1930. Þegar lónið er fullt er vatnsborð þess 320 metra hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“