fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Þetta gerist í líkamanum eftir níu daga ef þú hættir að neyta sykurs

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 16:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súkkulaði. Sósa. Sulta. Allt eru þetta vörur sem innihalda sykur en sykur er eitthvað sem heili okkar stenst ekki. Hann nýtur hins sæta bragðs sem líkaminn breytir í orku.

En sá vandi sem margir standa frammi fyrir daglega er að þeir vita ekki að margt af því sem þeir neyta daglega inniheldur sykur. Það verður til þess að þeir innbyrða of mikinn sykur.

En ef þú sleppir sykri alveg í 9 daga verða ótrúlegar breytingar í líkamanum. The Independent skýrði frá þessu.

Fram kemur að niðurstöður bandarískrar rannsóknar hafi sýnt að með því að skipta sykri út hjá 40 börnum, sem voru í yfirþyngd, hafi sést hver áhrifin eru. Sykrinum var skipt út með sterkju.

Eftir níu daga sáu vísindamennirnir að insúlín- og kólesterólmagnið hjá börnunum lækkaði mikið.

„Þessi rannsókn sýnir að það er mikilvægt að foreldrar stýri sykurneyslu barna og séu meðvitaðir um heilsufarslegar afleiðingar neyslu barna sinna,“ sagði Dr Robert Lustig, einn af höfundum rannsóknarinnar.

Hann sagði að rannsóknin ætti að vera viðvörun til matvælaiðnaðarins sem setji of mikið af sykri í framleiðslu sína og eigi þar með hlut að máli við að fjölga tilfellum sykursýki og hjarta- og lifrarsjúkdóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“