fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þurrkar á Ítalíu ógna tómata- og hrísgrjónarækt og ólífuolíuframleiðslu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 18:00

Það er munur á svörtum og grænum ólífum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar hafa herjað á norðurhluta Ítalíu undanfarna mánuði og hafa íbúar á svæðinu ekki glímt við svona slæma þurrka í 70 ár. Reiknað er með að þurrkarnir muni hafa mjög alvarleg áhrif á landbúnað á svæðinu og að verð á ýmsum landbúnaðarafurðum þaðan muni hækka um allt að 50%.

The Guardian segir að þurrkarnir hafi mikil áhrif á hrísgrjónarækt en grjón, sem eru notuð í rísottó, eru ræktuð á norðanverðri Ítalíu. Auk þess er ólífurækt í hættu sem og tómatræktun.

Margir innflytjendur reikna með að verð á tómötum og hrísgrjónum muni hækka um allt að 50% og reyna því að finna nýja birgja.

Bændur í Pódal, þar sem arborio hrísgrjón, sem eru notuð í rísottó, eru ræktuð hafa varað við „miklum uppskerubresti“ vegna þurrkana.

Sumir sérfræðingar reikna með að ólífuolíuframleiðsla muni dragast saman um 20 til 30% miðað við síðasta ár. Ekki bætir það ástandið að spænskir bændur reikna með 15% minni framleiðslu í ár en á síðasta ári en þeir glíma einnig við mikla þurrka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol