fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Frekjukast barnsins bjargaði fjölskyldunni frá dauða

Pressan
Mánudaginn 27. júní 2022 19:30

Húsið er næstum eyðilagt eftir sprenginguna Mynd/PA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda í Birmingham í Bretlandi getur þakkað frekjukasti átta ára stúlku líf sitt eftir að hús þeirra sprakk í loft upp í gær. Sprenging af völdum gaslega í annarri íbúð hússins varð til þess að annar íbúinn lést en hinn liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. 

Amman, Nadine og dæturnar tvær

Undir venjulegum kringumstæðum hefði Nadinu Foster verið að koma börnum sínum tveimur, Kenayah, átta ára, og Ja’nae, sex ára, í háttinn á þeim tíma sem sprengingin varð. Þau voru aftur á móti ókomin heim frá móður Nadine og ömmu barnanna þar sem Kenayah hafði harðneitað að fara í skó þegar huga átti að heimferð.   

Amman hafði boðið Nadine og börnunum í kvöldmat og fljótlega eftir hugðist Nadine heim með börnin til að koma þeim snemma í rúmið enda skóladagur framundan. 

Kenayah henti sér aftur á móti öskrandi í gólfið og harðneitaði að klæða sig í skóna. Það tók Nadinue þó nokkurn tíma að tala telpuna til en töfin varð þeim til lífs. 

Nágrannar heyrðu gríðarlega sprengingu. Einum nágrannanna tókst að draga mikið slasaðan einstakling frá húsinu en fljótlega breiddist út mikill eldur og ekki var unnt að bjarga konu hans. Húsið er tvíbýli og bjó Foster fjölskyldan í hinni íbúðinni sem nú er óíbúðarhæf.

Einn lést og annar liggur alvarlega slasaður.

,,Við misstum allt nema fötin utan af okkur. En við erum á lífi og það er það eina sem máli skiptir,” sagði Nadine Foster í samtali við fjölmiðla á dag. Móðir hennar bætti því við að hún liti á það sem ekkert minna en kraftaverk að barnabarn hennar hefði neitað að fara heim. Herbergi telpnanna er rétt við rýmið þar sem sprengingin varð og líklegt að þær mæðgur hefði farist hefðu þær verið heima líkt og venjulega. 

 Nadine og börnunum hafa nú fengið vist á hóteli þar til unnt er að finna þeim varanlegra húsnæði. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“