fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

NASA myndar óháð teymi til að rannsaka fljúgandi furðuhluti

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA er að setja óháð teymi á laggirnar til að rannsaka óútskýrð mál tengd fljúgandi furðuhlutumUFO.

Stofnunin tilkynnti nýlega að hún ætli að setja óháða rannsóknarnefnd á laggirnar til að rannsaka mál tengd fljúgandi furðuhlutum, það er að segja mál sem ekki hefur tekist að finna neinar skýringar á.

Stofnunin segir að nefndin eigi að kanna hversu mikið af upplýsingum um mál af þessu tagi eru aðgengilegar og hvaða vitneskju þurfi að afla til að finna skýringar á þessum máli. Teymið mun einnig skoða hvernig er best að nota allar þessar upplýsingar í framtíðinni.

Thomas Zurbuchen, yfirmaður vísindamála hjá NASA, sagði stofnunina vita að með þessu muni hið hefðbundna vísindasamfélag telja NASA vera að taka skref niður á við með því að hella sér út í hið umdeilda efni sem fljúgandi furðuhlutir eru. En hann sagðist vera því ósammála, stofnunin sé ekki hrædd við að takast á við ný og umdeild verkefni. Hann sagði það staðfasta trú NASA að aðaláskorunin á þessu sviði sé að það skorti gögn.

Verkefnið hefst í haust og á að standa yfir í níu mánuði. Það verður algjörlega opið því ekki verður notast við leynileg gögn eða upplýsingar frá hernum.

The Guardian segir að David Spergel, forseti Simons Foundation sem vinnur að framgangi vísindarannsókna, muni stýra verkefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“