fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Jarðarber sem gætu valdið lifrarbólgu

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 30. maí 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faraldur lifrarbólgu A hefur brotist út í Bandaríkjunum og Kanada og hefur faraldurinn verið tengdur við lífrænt ræktuð jarðarber. Lyfjastofnun og heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna auk tveggja kanadískra stofnanna eru að rannsaka tvö vörumerki, FreshKampo og HEB. Jarðarberin þeirra voru seld í margvíslegum verslunum í Bandaríkjunum svo sem Aldi, HEB, Kroger, Safeway, Sprouts Farmers, Trader Joe’s, Walmart, Weis Markets og WinCo Foods, samkvæmt USA Today.

Jarðarberin sem grunuð eru um að bera ábyrgð á faraldrinum seldust á milli 5. mars og 25. apríl þannig þau eru ekki lengur á hillunni. Neytendum sem gætu haft fryst berin til notkunar seinna meir hefur verið sagt að fleygja þeim.

„Ef þú ert ekki viss um hvers konar jarðarber þú keyptir skaltu fleygja þeim,“ segir FDA, lyfjaeftirlit Bandaríkjanna í yfirlýsingu.

12 hafa þurft spítalainnlögn

Tilfelli lifrarbólgu A tengd faraldrinum hafa verið tilkynnt í Kaliforníu, Minnesota, Norður-Dakóta og Kanada, samkvæmt ABC News. Að minnsta kosti 17 tilfelli veikinda hafa verið tilkynnt í Bandaríkjunum hingað til, 12 þeirra þurftu innlögn á sjúkrahús. Þau höfðu öll keypt jarðarber áður en þau veiktust.

Einkenni lifrarbólgu A sem getur leitt til alvarlegs lifrarsjúkdóms, og í sjaldgæfum tilfellum, dauða eru meðal annars þreyta, ógleði, uppkast, magapína, gula, dökkt þvag og fölar hægðir.

Flest tilfelli eru mild og lagast innan tveggja vikna. Þau geta hins vegar orðið langvarandi og varið hátt í tvo mánuði. Sjúkdómurinn, sem hægt er að fyrirbyggja með bólusetningu, getur dreifst í gegnum matvæli ef smitaður aðili meðhöndlar þau án þess að gæta hreinlætis, samkvæmt Wall Street Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög