fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 07:59

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump íhugaði að hætta við að sækjast eftir forsetaembættinu árið 2016 þegar ummæli hans „grab ‘em by the pussy“ komust í hámæli. Þetta segir Kellyanne Conway fyrrum kosningastjóri hans og ráðgjafi í nýrri bók sinni „Here‘s the Deal“.

The Daily Beast skýrir frá þessu. Bókin verður gefin út á morgun. Segir miðillinn að aðfaranótt 8. október 2016 hafi Conway og Trump rætt um framboð hans. Trump hafi þá verið búinn að sjá fréttir um að Repúblikanaflokkurinn gæti þvingað hann til að hætta við framboð eða efnt til atkvæðagreiðslu um brottrekstur hans. Ástæðan var reiði yfir „viðbjóðslegum“ ummælum hans sem voru tekin upp á myndband áratug áður en það voru „grab ‘em by the pussy“ ummælin.

„Á ég að hætta við?“ spurði Trump hana eftir því sem hún segir í bókinni.

Þetta er þvert á það sem Trump hefur sjálfur sagt en í samtali við The Wall Street Journal síðla dags þann 8. október 2016 sagði hann „engar líkur“ á að hann myndi hætta við framboð. „Ég gefst aldrei upp,“ bætti hann síðan við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Í gær

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds