fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Þriggja barna móðir varð fyrir árás hunda – Missti báða handleggi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. apríl 2022 14:00

Kyleen Waltman. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. mars síðastliðinn var Kyleen Waltman, 38 ára þriggja barna móðir frá Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, á leið heim til sín í Honea Path. Þá réðust þrír lausir hundar á hana.

Árásin var svo grimmdarleg að Waltman endaði ofan í skurði. Þar sá vegfarandi til hennar og voru hundarnir þá enn að bíta hana í fætur, handleggi, háls og höfuð. Hann hringdi strax í lögregluna en þegar þarna var komið var útlitið allt annað en gott fyrir Waltman. Þetta hefur People eftir Shenna Green, systur Waltman.

Hún sagði að Waltman hafi verið flutt með þyrlu á sjúkrahús því áverkar hennar voru lífshættulegir. Læknar áttu engan annan kost en að taka báða handleggina af henni og útiloka ekki að taka þurfi annan fótinn af henni.

Green sagði að læknarnir segi að þeir fylgist vel með vinstri fæti Waltman því töluvert sé af dauðum vef í honum. Staðan sé verri en þeir töldu í fyrstu.

Fjölskylda Waltman hefur hrundið söfnun af stað á GoFunMe til að aðstoða hana við að greiða fyrir læknisaðstoðina. Þegar þetta er skrifað hafa sem nemur tæpum 20 milljónum íslenskra króna safnast.

Waltman er haldið sofandi.

Hundarnir eru í vörslu yfirvalda og eigandi þeirra á fjölda ákæra yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær