fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Pressan

Heimila örvunarskammt númer tvö fyrir Bandaríkjamenn 50 ára og eldri

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. mars 2022 08:00

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska lyfjastofnunin, The Food and Drug Administration, mun væntanlega tilkynna á þriðjudaginn að hún heimili að fólk 50 ára og eldra geti fengið örvunarskammt númer tvö af bóluefni gegn kórónuveirunni.

Washington Post segir að þetta sé gert til að auka verndina gegn veirunni í ljósi þess hversu mikið smitum hefur fjölgað víða í Evrópu að undanförnu. Haft er eftir embættismönnum að það sé undirafbrigði Ómíkron sem leiki lausum hala og muni það væntanlega berast til Bandaríkjanna.

Heimilað verður að gefa örvunarskammt númer tvö með bóluefnunum frá Pfizer/BioNTech og Moderna. Heimildarmenn Washington Post sögðu að reikna megi með yfirlýsingu frá Rochelle Walensky, forstjóra smitsjúkdómastofnunarinnar, um þetta á þriðjudaginn.

Mun fólk geta fengið örvunarskammt númer tvö þegar að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá fyrri örvunarskammtinum. Núna getur fólk með skert ónæmiskerfi fengið fjórða skammtinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi