fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Suðurkóreskar líkbrennslur ráða varla við álagið vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 19:30

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 10 milljónir Suðurkóreubúa hafa smitast af kórónuveirunni skæðu. Ómíkronafbrigðið hefur verið sérstaklega skætt í landinu. Á þriðjudaginn greindust tæplega 500.000 smit en aðeins einu sinni áður hafa fleiri smit greinst á einum sólarhring en það var 16. mars en þá greindust 621.000 smit. Útfararstofur og líkbrennslur hafa varla undan vegna mikils fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar.

Sky News segir að daglegur fjöldi dauðsfalla hafi næstum tvöfaldast síðan í byrjun febrúar. Því eigi útfararstofur og líkbrennslur í erfiðleikum við að anna eftirspurn.

Á þriðjudaginn létst 291 af völdum veirunnar en síðasta föstudag voru andlátin 429. Rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 frá upphafi faraldursins.

Samkvæmt nýjum tölu hefur tæplega fimmtungur þjóðarinnar smitast af veirunni fram að þessu en um 52 milljónir búa í landinu.

Ríkisstjórnin hefur gefið öllum 60 líkbrennslum landsins fyrirmæli um að lengja opnunartíma sinn og brenna sjö lík á dag en fram að þessu hafa þær brennt 5 lík á dag.

Öllum 1.136 útfararstofum landsins hefur verið fyrirskipað að bæta við aðstöðu sína svo þær geti tekið við fleiri líkum en þær geta nú tekið við 8.700 líkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur
Pressan
Í gær

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda
Pressan
Í gær

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana