fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Suðurkóreskar líkbrennslur ráða varla við álagið vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 19:30

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 10 milljónir Suðurkóreubúa hafa smitast af kórónuveirunni skæðu. Ómíkronafbrigðið hefur verið sérstaklega skætt í landinu. Á þriðjudaginn greindust tæplega 500.000 smit en aðeins einu sinni áður hafa fleiri smit greinst á einum sólarhring en það var 16. mars en þá greindust 621.000 smit. Útfararstofur og líkbrennslur hafa varla undan vegna mikils fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar.

Sky News segir að daglegur fjöldi dauðsfalla hafi næstum tvöfaldast síðan í byrjun febrúar. Því eigi útfararstofur og líkbrennslur í erfiðleikum við að anna eftirspurn.

Á þriðjudaginn létst 291 af völdum veirunnar en síðasta föstudag voru andlátin 429. Rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 frá upphafi faraldursins.

Samkvæmt nýjum tölu hefur tæplega fimmtungur þjóðarinnar smitast af veirunni fram að þessu en um 52 milljónir búa í landinu.

Ríkisstjórnin hefur gefið öllum 60 líkbrennslum landsins fyrirmæli um að lengja opnunartíma sinn og brenna sjö lík á dag en fram að þessu hafa þær brennt 5 lík á dag.

Öllum 1.136 útfararstofum landsins hefur verið fyrirskipað að bæta við aðstöðu sína svo þær geti tekið við fleiri líkum en þær geta nú tekið við 8.700 líkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum