fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Vísindin hafa talað – Svona margar klukkustundir þarftu að sofa á hverjum sólarhring

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. febrúar 2022 21:30

Hvenær vakna þau?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er nóg að sofa í fimm klukkustundir yfir nóttina þegar maður er orðinn 65 ára? Eflaust telja margir sig vita svarið við þessu en vísindamenn hafa rannsakað þetta og komist að niðurstöðu.

Það dregur úr svefnþörfinni með aldrinum en ekki eins mikið og þú heldur líklega. Þetta kemur fram í umfjöllun Illustreret Videnskab um fimm mýtur um svefn.

Fram kemur að nýburi þurfi 17 klukkustunda svefn á sólarhring en fullorðinn 7 til 9 klukkustundir. En samsvarandi samdráttur á svefnþörf á sér ekki stað þegar fólk kemst á ellilífeyrisaldur. Fólk 65 ára og eldra getur því ekki látið fimm klukkustunda svefn duga. Raunar er svefnþörfin hjá þessum aldurshópi 7 til 8 klukkustundir á sólarhring.

Rannsókn, sem var gerð 2013, leiddi í ljós mikilvægi þess að sofa nægilega mikið. Niðurstöður hennar sýndu að skortur á svefni i nokkra daga getur haft neikvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans. Auk þess veldur svefnskortur því að fólk á erfiðara með að einbeita sér og læra nýja hluti og þessu til viðbótar þá dregur svefnskortur úr gagnrýnni hugsun og elju fólks. Ekki bætir síðan úr skák að svefnskortur eykur líkurnar á sykursýki, offitu, þunglyndi og alzheimerssjúkdómnum ef um langvarandi svefnskort er að ræða.

Svona er svefnþörf hinna ýmsu aldurshópa:

0-3 mánaða: 14 til 17 klukkustundir

4-11 mánaða: 12 til 15 klukkustundir

1-2 ára: 11 til 14 klukkustundir

3-5 ára: 10 til 13 klukkustundir

6-13 ára: 9 til 11 klukkustundir

14-17 ára: 8 til 10 klukkustundir

18-25 ára: 7 til 9 klukkustundir

26-64 ára: 7 til 9 klukkustundir

65 ára og eldri: 7-8 klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Í gær

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Í gær

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?