fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Lögreglan tengdi konu við afbrot með því að nota lífsýni sem var tekið úr henni í nauðgunarmáli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 20:30

DNA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í San Francisco notaði DNA, sem var tekið úr konu sem var nauðgað, til að tengja hana við glæp. Þetta er hugsanlega brot á stjórnarskrárvörðum rétti konunnar að sögn saksóknara í borginni.

San Francisco Chronicle skýrir frá þessu. Fram kemur að tæknirannsóknardeild lögreglunnar hafi skráð upplýsingar um DNA mörg þúsund þolenda kynferðisofbeldis í gagnagrunn sem er notaður til að bera kennsl á grunaða afbrotamenn.

Chesa Boudein, saksóknari, sagði í samtali við miðilinn að embætti hans hafi frétt af þessu í síðustu viku. Hann sagði að þetta gæti brotið gegn lögum Kaliforníuríkis um réttindi þolenda afbrota og gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks.

Lífsýni voru tekin úr konunni fyrir mörgum árum í tengslum við rannsókn á heimilisofbeldi og nauðgun. Þau voru síðan notuð til að tengja hana við alls óskylt mál í San Francisco.

Boudein sagðist hafa áhyggjur af að þetta muni gera að verkum að fórnarlömb kynferðisafbrota muni síður snúa sér til lögreglunnar.

Bill Scott, lögreglustjóri í San Francisco, sagði að hugsanlega hafi konan verið tengd við glæpinn út frá DNA í öðrum gagnagrunni, ekki á grunni lífsýnis úr nauðgunarmálinu. Hann sagði að lögreglan muni fara rækilega ofan í kjölinn á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“