fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Pressan

Þú getur innbyrt 300 færri hitaeiningar á dag með því að gera svolítið sem þú gerir nú þegar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. febrúar 2022 22:00

Það er hægt að draga úr hitaeininganeyslu á einfaldan hátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marga langar til að léttast og af þeim eru sumir ekki reiðubúnir til að leggja mikið á sig til þess. Hvorki með aðhaldi í mataræði eða með aukinni hreyfingu. En miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar þá er hægt að innbyrða 300 færri hitaeiningar á dag með því að gera svolítið sem þú gerir nú þegar daglega, það þarf bara að bæta aðeins við.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu JAMA Internal Medicine, var ungt fólk í ofþyngd, sem svaf venjulega sex og hálfa klukkustund á sólarhring, beðið um að reyna að sofa í um átta og hálfa klukkustund á sólarhring í tvær vikur.

Að þessum tveimur vikum höfðu margir af þeim sem tókst að lengja svefntíma sinn dregið úr daglegri hitaeininganeyslu sinni, að meðaltali um 270 hitaeiningar á dag. Hjá sumum dróst hún saman um 500 hitaeiningar á dag.

Esra Tasali, prófessor við University of Chicago og stjórnandi rannsóknarinnar, sagði að þetta geti breytt miklu hvað varðar það að léttast eða halda þyngdinni í skefjum. CNN skýrir frá þessu.

Vísindamennirnir framreiknuðu niðurstöðuna og segja að það að innbyrða 270 færri hitaeiningar á dag þýði að viðkomandi léttist um 13 kíló á þremur árum og það aðeins með því að sofa meira.

Það þykir gefa niðurstöðunum meira vægi að þátttakendurnir sváfu heima hjá sér en ekki í sérhannaðri rannsóknarstofu. Einnig var stuðst við þvagsýni til að mæla hversu margar hitaeiningar fólkið innbyrti í stað þess að treysta á skráningu hvers og eins á því.

En hvernig tengjast svefn og hungur? Of lítill svefn hefur áhrif á tvö mikilvæg hormón sem stýra svengd og mettun. Ghrelin örvar hungurtilfinninguna og sýnt hefur verið fram á að magn þess aukist þegar fólk sefur of lítið. Hitt hormónið, leptín, segir okkur hvenær við erum södd. Rannsóknir hafa sýnt að magn þess minnkar þegar fólk sefur of lítið. Þetta þýðir að þegar við sofum of lítið er minna magn af því í líkamanum til að hafa stjórn á matarlystinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ
Pressan
Í gær

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum