fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Ótrúleg sala hjá Apple þrátt fyrir heimsfaraldur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 06:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að það gangi vel hjá Apple að selja vörur sínar og þjónustu þessi misserin og virðist heimsfaraldur kórónuveirunnar ekki hafa afgerandi áhrif á afkomu fyrirtækisins. Það hefur verið skortur á kísilflögum í heiminum á síðustu misserum og það hefur haft áhrif á sölu margra raftækja en þrátt fyrir það var salan mjög góð hjá Apple á síðasta ársfjórðungi, sem lauk 25. desember.

Á ársfjórðungnum nam sala fyrirtækisins 123,9 milljörðum dollara. Það er 11% hærri upphæð en á sama tíma árið 2020 að því er segir í fréttatilkynningu frá Apple.

Haft er eftir Tim Cook, forstjóra fyrirtækisins, að þessi góða niðurstaða byggist á besta úrvali sögunnar hjá fyrirtækinu af vörum og þjónustu.

Söluhæsta varan var iPhone en salan á símunum stóð undir rúmlega helmingi veltunnar á fjórðungnum en hún nam 71,6 milljörðum dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá