fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 18:00

Frá Norður-Kóreu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurkóresk vöruflutningalest kom til kínversks landamærabæjar í gær. Þetta er fyrsta staðfesta ferð norðurkóreskrar járnbrautarlestar yfir landamærin frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á en þá var landamærum þessa nær algjörlega lokaða einræðisríkis lokað algjörlega.

The Guardian skýrir frá þessu. Norðurkóreskir embættismenn hafa ekki tilkynnt um nein skráð tilfelli kórónuveiru í landinu en ekki er ljóst hvort veiran hefur borist þangað. Sérfræðingar hafa haft áhyggjur af gangi mála ef veiran berst þangað þar sem heilbrigðiskerfi landsins er ekki burðugt og stór hluti þjóðarinnar glímir við matarskort.

The Guardian segir að samkvæmt frétt suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap hafi vöruflutningalest frá Norður-Kóreu komið til kínverska bæjarins Dandong á sunnudaginn. Hefur fréttastofan þetta eftir nokkrum ónafngreindum heimildarmönnum.

Ekki er vitað hvort lestin var að flytja vörur til Kína en reiknað var með að hún myndi halda aftur til Norður-Kóreu í dag með „neyðarvarning“ að sögn heimildarmanna.

Samkvæmt kínverskum gögnum hafa einhver viðskipti átt sér stað á milli landanna eftir að heimsfaraldurinn skall á en í flestum tilfellum virðist sem skip hafi verið notuð við flutninga á vörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu