fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Segja YouTube vera stóra uppsprettu falsfrétta

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 13:30

Er YouTube stór uppspretta falsfrétta? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YouTube gerir ekki nóg til að draga úr dreifingu falsfrétta. Þessi stóri samfélagsmiðill er mikil uppspretta lyga og falsfrétta um allan heim.

Þetta segir í bréfi sem áttatíu samtök, sem vinna að staðreyndakönnunum, hafa sent frá sér. Í bréfinu segir að á YouTube sé efni frá hópum á borð við Doctors for the Truth þar sem röngum upplýsingum sé dreift um heimsfaraldur kórónuveirunnar og myndbönd sem styðja þær lygar sem hafa komið frá Donald Trump og stuðningsmönnum hans um kosningasvindl í síðustu forsetakosningum.

Bréfið var sent til Susan Wojcicki, forstjóra YouTube. Í því segir að YouTube leyfi ósvífnum aðilum að nota miðilinn til að hafa áhrif á fólk og nýta sér það og til að skipuleggja og fjármagna starfsemi sína. YouTube sé „stór rás“ lyga.

YouTube er í eigu netrisans Google. Í bréfinu er fyrirtækið hvatt til að gera nauðsynlegar breytingar á starfsemi sinni til að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta og lyga á miðlinum. Til dæmis er það hvatt til að gera meira í baráttunni gegn lygum sem settar eru fram í myndböndum á öðrum tungumálum en ensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri