fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 07:30

Nú má ekki lengur pakka mörgum tegundum inn í plast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að þriðjungur allra ávaxta og grænmetis, sem selt er í Frakklandi, sé pakkað inn í plast. En svo verður ekki áfram því á nýársdag tóku ný lög gildi sem banna að mörgum tegundum ávaxta og grænmetis sé pakkað inn í plast.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að bannið nái til 30 tegunda, þar á meðal eru gúrkur, sítrónur og appelsínur.

Ef búið er að skera ávexti og forvinna og setja í stórar pakkningar eru þeir undanþegnir banninu.

Emmanuel Macron hefur látið hafa eftir sér að bannið sé „ekta bylting“ og að það sýni hversu staðráðnir Frakkar séu í að draga úr notkun einnota plasts fram til 2040 en þá á það að heyra sögunni til.

Bannið er hluti af margra ára áætlun ríkisstjórnar Macron um að draga markvisst úr plastnotkun. 2021 var bannað að nota sogrör, hnífapör og umbúðir utan um mat, sem er sendur heim til fólks eða sóttur á veitingastaði, úr plasti í Frakklandi. BBC segir að síðar á þessu ári verði að tryggja aðgengi að drykkjarvatni á opinberum stöðum til að draga úr notkun plastflaskna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar

Flugþjónn gripinn nakinn og undir áhrifum fíkniefna inn á salerni flugvélar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð

Foreldrar litla drengsins ákærðir fyrir morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu