fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. janúar 2022 09:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður kanadískrar rannsóknar leiða í ljós að það eru 32% meiri líkur á að konur látist á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karlkyns. Hjá körlum skiptir engu máli hvort það er karl eða kona sem gerir aðgerðina, það hefur engin áhrif á dánarlíkurnar.

Það voru vísindamenn við Torontoháskóla sem gerðu rannsóknina. Hún leiddi einnig í ljós að það eru 15% meiri líkur á að vandamál komi upp hjá konum eftir skurðaðgerð ef skurðlæknirinn er karlkyns.

Rannsóknin hefur hleypt lífi í umræðu um hvort læknar verði fyrir ómeðvituðum áhrifum af kyni sjúklinganna. Unilad skýrir frá þessu.

Í rannsókninni voru gögn rúmlega 1,3 milljóna sjúklinga og tæplega 3.000 skurðlækna greind og útkoma 21 mismunandi aðgerða sem fólkið gekkst undir. Þetta voru allt frá einföldum hné- eða mjaðmaaðgerðum til flókinna hjartaaðgerða.

Rannsóknin leiddi í ljós að kyn skurðlæknisins skipti engu máli fyrir karla og að ef skurðlæknirinn var kona þá var útkoman hjá kvenkyns sjúklingum sú sama og hjá karlkyns sjúklingum, sem sagt enginn munur. En á hinn bóginn vissi það ekki á gott fyrir kvenkynssjúklinga ef skurðlæknirinn var karlmaður.

The Guardian segir að Angela Jerath, meðhöfundur að rannsókninni, hafi sagt að niðurstöðurnar hafi mikilvægar afleiðingar fyrir kvenkynssjúklinga: „Í rannsókn okkar höfum við sýnt fram á að við svíkjum suma kvenkynssjúklinga og að sumir „detta stundum á gólfið“ með óhagstæðum og í sumum tilfellum banvænum afleiðingum.“

Hún sagði einnig að niðurstöðurnar séu „áhyggjuefni“ og lagði áherslu á að karlkyns og kvenkyns skurðlæknar hljóti nákvæmlega sömu menntunina og æfingu og að því geti tæknilegar ástæður ekki legið að baki þessum mun.

Hún sagði að hugsanlega geti ástæðan verið „djúp og ómeðvituð hlutdrægni, stereótýpur og viðhorf.“

Scarlett McNally, skurðlæknir við Royal College of Surgeons of England, sagði í samtali við Guardian að hugsanlega sé ástæðan fyrir þessu að konur eigi auðveldara með að ræða við kynsystur sínar í hlutverki skurðlæknis en karla og að konur hafi oft meiri tilhneigingu til að fylgja ráðleggingum annarra kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 1 viku

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið