fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Handataka vegna dularfullu morðanna í Frönsku Ölpunum fyrir 10 árum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 07:00

Morðvettvangurinn. Mynd: EPA/Norbert FALCO/LE DAUPHINE FRANCE OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan handtók í gær mann sem er grunaður um aðild að morðum í Frönsku Ölpunum fyrir tæpum 10 árum. Málið hefur þótt mjög dularfullt en þrjú af fórnarlömbunum voru bresk en eitt var franskur reiðhjólamaður. Tvö börn sluppu lifandi frá morðingjanum. Ekki hefur tekist að leysa málið en nú virðist lögreglan hafa færst nær því.

Morðin voru framin 5. september 2012. Hjón og móðir annars þeirra voru skotin til bana. Þau voru af írönskum ættum en breskir ríkisborgarar. Einnig var franskur reiðhjólamaður skotinn til bana. Málið hefur þótt mjög snúið og lögreglan hefur ekki hugmynd um af hverju fólkið var myrt. Ekki var annað að sjá en hér hafi bresk fjölskylda einfaldlega verið í fríi í Frakklandi og ekki er vitað um nein tengsl hennar við undirheimana. Frá upphafi hefur verið talið að reiðhjólamaðurinn hafi verið skotinn til bana af því að hann hafi verið svo óheppinn að eiga leið fram hjá morðvettvanginum.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá kyni eða aldri þess sem var handtekinn en handtakan átti sér stað í bænum Chambery í Ölpunum.

Lögreglan hefur áður handtekið fólk í tengslum við rannsókn málsins en þær handtökur færðu hana ekki nær því að leysa það.

Stúlkurnar tvær, sem lifðu árásina af, voru fjögurra og sjö ára þegar ódæðisverkið var framið. Sú yngri faldi sig í átta klukkustundir undir fótum móður sinnar en sú eldri særðist alvarlega þegar morðinginn skaut hana en lifði af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið