fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Tímamót í Sameinuðu arabísku furstadæmunum – Munu ekki lengur ritskoða vestrænar kvikmyndir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 20:30

Wolf of Wall Street, með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, styttist um þriðjung í meðförum ritskoðara í Furstadæmunum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa nú ákveðið að taka enn eitt skrefið í átt að því að gera samfélagið nútímalegra og umburðarlyndara en þetta er liður í umbótum á efnahagslífi landsins sem er ætlað að styrkja það fyrir framtíðina. Nú hefur verið ákveðið að hætta að ritskoða vestrænar kvikmyndir og leyfa ljótu orðbragði og nekt að renna yfir skjái landsmanna.

Þegar kvikmyndahús í landinu sýndu kvikmyndina „The Wolf of Wall Street“ árið 2014 gengu margir út af sýningunum. Ekki af því að kynlíf og nekt flæddu stanslaust yfir skjáinn eða ljótt orðbragð. Nei, ástæðan var að búið var að klippa svo mikið úr myndinni í ritskoðunarferlinu að erfitt var að fylgjast með samhenginu. Myndin er tæplega þrjár klukkustundir á lengd og voru um 45 mínútur klipptar út.

Ritskoðun af þessu tagi er stunduð í mörgum löndum í Miðausturlöndum og sumar myndir fá enga náð fyrir augum yfirvalda og eru ekki sýndar. Má þar nefna nýja mynd Steven Spielberg „West Side Story“ en þar kemur transfólk við sögu.

Í byrjun ársins var hætt að ritskoða vestrænar myndir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þess í stað hefur verið tekinn upp nýr flokkur fyrir fullorðna bíógesti þar sem sumar myndir verða nú bannaðar fólki yngra en 21 árs.

Þetta er það nýjasta í aðgerðum stjórnvalda til að færa landið nær nútímanum og umburðarlyndi. Það er gert til að laða fjárfesta og vinnuafl til landsins. Til dæmis mega ógift pör nú búa saman, einstæðar mæður geta eignast börn sín án þess að eiga á hættu að verða sóttar til saka. Um áramótin voru helgarnar síðan færðar til þannig að þær passi við hinn vestræna heim og nú eru þær á laugardögum og sunnudögum í stað föstudaga og laugardaga.

Að baki þessum breytingum býr einnig að landið er að undirbúa sig undir tímann eftir olíu en olía er aðaltekjulind landsins núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð