fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Ný skýrsla – Hryllingur bíður Sýrlendinga sem eru sendir heim

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 18:33

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem kemur fram í nýrri skýrslu frá Amnesty International þá eru þeir Sýrlendingar sem eru sendir heim frá ríkjum þar sem þeir hafa leitað skjóls eða snúa aftur af sjálfsdáðum ekki öruggir eftir heimkomuna. Konur, börn og karlar eiga á hættu að vera handtekin, pyntuð og nauðgað af öryggissveitum stjórnarinnar.

Í skýrslunni, sem heitir „You‘re going to your death“, kemur fram að brotið hafi verið alvarlega á mannréttindum 66 Sýrlendinga eftir að þeir sneru aftur til Sýrlands. Sýrlenska leyniþjónustan hafði afskipti af þeim, fangelsaði þá og þeir voru pyntaðir og misþyrmt að sögn Lisa Blinkenber, ráðgjafa hjá Amnesty International.

Í skýrslunni kemur fram að fimm hafi látist á meðan þeir voru í haldi öryggissveita og 17 sé saknað. Í skýrslunni er skýrt frá 14 kynferðisbrotum gegn heimsendu fólki, þar á meðal nauðgun á 5 ára stúlku.

Blinkenberg segir að öryggissveitirnar líti á heimsent fólk sem föðurlandssvikara og hryðjuverkamenn. Sveitirnar krefji fjölskyldur fólksins um háar fjárhæðir fyrir að láta það laust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru