fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

„Loftslagsvandinn er hér“ sagði Joe Biden eftir að 50 létust í flóðum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. september 2021 06:59

Það var mikið vatnsveður í New York. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar mikilla flóða í New York og New Jersey hefur neyðarástandi verið lýst yfir. Að minnsta kosti 50 manns hafa látist af völdum Ida sem er nú stormur en var fellibylur í næst hæsta styrkleikaflokki fyrir nokkrum dögum. Joe Biden sagði að dauðsföllin og eyðileggingin af völdum Ida væru áminning um að „loftslagsvandinn sé hér“ og að „við verðum að undirbúa okkur betur“.

Að minnsta kosti 12 hafa látist í New York og 23 í New Jersey að sögn NBC. Tveggja ára drengur er á meðal fórnarlambanna. Í Louisiana létust 9, 2 í Mississippi og 2 í Alabama. Í Connecticut lést 1 og sömuleiðis í Maryland.

Neyðarástandi var lýst yfir í New York og New Jersey þegar Ida gekk yfir og olli miklum og skyndilegum flóðum. Meðal annars varð að stöðva ferðir neðanjarðarlesta í New York.

Á miðvikudaginn mældist úrkoman í Central Park í New York 80 mm á einni klukkustund og hefur aldrei mælst meiri úrkoma á einni klukkustund í borginni. Fyrra metið var 49 mm en það var sett í síðasta mánuði þegar leifar hitabeltisstormsins Henri fóru yfir borgina.

Á fréttamannafundi í gær sagði Biden að fellibylurinn Ida og gróðureldarnir í vesturríkjunum auk hinna miklu flóða í New York og New Jersey séu enn ein áminningin um að áhrifa öfgafullra veðra og þar með loftslagsbreytinganna sé farið að gæta. „Við verðum að undirbúa okkur betur. Við verðum að grípa til aðgerða. Hér er um líf og dauða að tefla og við stöndum saman í þessu,“ sagði forsetinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum