fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Hafa safnað 130 milljörðum til endurbyggingar Notre Dame

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. september 2021 14:00

Eldurinn í Notre Dame.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er komið að því að hægt sé að hefjast handa við endurbyggingu hinnar sögufrægu Notre Dame í París en kirkjan skemmdist mikið í eldi vorið 2019. Allt frá þeim tíma hafa fjárframlög streymt inn í endurreisnarsjóð kirkjunnar og eru nú 840 milljónir evra í honum en það svarar til um 130 milljarða íslenskra króna.

Þetta sagði Jean-Louis Georgelin, sem stýrir endurbyggingarverkefninu, í gær. Hann sagði að meðal annars hafi franska olíufyrirtækið Total gefið 100 milljónir evra.

Notre Dame, sem er 850 ára gömul, skemmdist mikið í eldsvoða 15. apríl 2019. Frá þeim tíma hefur aðallega verið unnið að því að styrkja bygginguna svo hún hrynji ekki meira. Því verki lauk formlega á laugardaginn og því er nú hægt að hefjast handa við endurbygginguna.

Georgelin sagði að ekki liggi fyrir hvað endurbyggingin mun kosta en reiknað er með að hægt verði að opna kirkjuna á nýjan leik í apríl 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“