fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Reynt að ráða aðalráðgjafa Úkraínuforseta af dögum – Grunur beinist að Rússum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. september 2021 08:00

Bíll Serhiy Shefir eftir tilræðið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærmorgun var reynt að ráða aðalráðgjafa Volodomir Zelenskij, forseta Úkraínu, af dögum. Rúmlega tíu skotum var skotið á bíl Sergij Sjefirs, ráðgjafa forsetans, en hann slapp ómeiddur frá árásinni. Bílstjóri hans særðist. Árásin var gerð nærri bænum Lesniki nærri höfuðborginni Kiev.

Zelenskij sagði í sjónvarpi að árásinni yrði svarað af hörku en tók fram að ekki væri vitað hver eða hverjir stóðu að baki henni. „Í sannleika sagt þá veit ég ekki hverjir stóðu að baki árásinni. Hvaða öfl voru að verki? Geta það verið innlend öfl? Kannski erlend, ég veit það ekki,“ sagði hann og bætti við að það væri aumingjaskapur að skjóta á bíl vinar hans frá skógi. Zelenskij er sjálfur í New York þar sem hann sækir Allsherjarþing SÞ.

Rússar brugðust fljótt við fréttum af árásinni og sagði Dmitrij Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, að Rússar ættu enga aðild að henni og að tengja þá við hana væri ekki í neinum takti við raunveruleikann.

Oleksandr Kornijenko, formaður flokks Zelenskij, telur að Rússar geti hafa staðið að baki tilræðinu. „Við getum alls ekki útilokað tengingu við Rússland. Við þekkjum getu þeirra til að skipuleggja hryðjuverk í hinum ýmsu löndum,“ sagði hann.

Mikhailo Podoljak, annar ráðgjafi forsetans, telur að banatilræðið sé afleiðing af baráttu Zelenskij gegn auðmönnum sem kallast oft olígarkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð