fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ný rannsókn – Deltaafbrigðið eykur líkurnar á sjúkrahúsinnlögn um 200% hjá óbólusettum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 06:59

Deltaafbrigði kórónuveirunnar er bráðsmitandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar danskrar rannsóknar þá eykur smit með Deltaafbrigði kórónuveirunnar líkurnar á því að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús um 200% hjá þeim sem eru ekki bólusettir.

Það voru danska smitsjúkdómastofnunin, Statens Serum Institut, og Álaborgarháskóli sem stóðu að rannsókninni. Skýrt er frá henni á heimasíðu Statens Serum Institut.

Fram kemur að líkurnar á að óbólusettir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits séu 201% meiri ef þeir eru smitaðir af Deltaafbrigðinu en ef þeir eru smitaðir af Alfaafbrigðinu.

Deltaafbrigðið, sem uppgötvaðist fyrst á Indlandi í desember á síðasta ári, er það afbrigði kórónuveirunnar sem ræður lögum og lofum í Danmörku en nær öll smit sem greinast eru af völdum Deltaafbrigðisins. Áður var það Alfaafbrigðið, áður þekkt sem breska afbrigðið, sem réði ríkjum.

Rannsóknin hefur verið birt í læknaritinu The Lancet.

Á heimasíðu Statens Serum Institut kemur fram að erlendar rannsóknir hafi sýnt svipaðar niðurstöður. Samkvæmt breskri rannsókn eru líkurnar á sjúkrahúsinnlögn óbólusettra 132% meiri ef þeir smitast af Deltaafbrigðinu og kanadísk rannsókn sýndi 108% meiri líkur. Niðurstöður norskrar rannsóknar voru á hinn bóginn að ekki væru meiri líkur á að óbólusettir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús ef þeir smitast af Deltaafbrigðinu.

Tyra Grove Krause, fagstjóri hjá Statens Serum Institut, segir að niðurstöðurnar sýni mikilvægi þess að fólk láti bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“