fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Loksins! Eftir 548 daga hefur öllum sóttvarnaaðgerðum verið aflétt í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 07:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 548 dögum ávarpaði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þjóð sína í beinni sjónvarpsútsendingu og er óhætt að segja að hún hafi verið alvarleg á svip þegar hún hóf mál sitt. Hún tilkynnti að nýr og hættulegur faraldur, heimsfaraldur kórónuveirunnar, væri skollin á og því þyrfti að grípa til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða til að verja mannslíf og heilbrigðiskerfið. Hún tilkynnti síðan um umfangsmiklar sóttvarnaaðgerðir á ýmsum sviðum, lokun landamæra, ferðatakamarkanir og margt fleira. En í dag fagna Danir því að síðustu sóttvarnaaðgerðunum var aflétt á miðnætti og því eru engar sóttvarnaaðgerðir í gildi í Danmörku frá og með deginum í dag. Frá og með miðnætti flokkast COVID-19 ekki lengur í Danmörku sem sjúkdómur sem samfélaginu stafar ógn af.

Þar sem sjúkdómurinn flokkast ekki lengur sem sjúkdómur sem ógnar samfélaginu þá getur heilbrigðisráðherrann ekki lengur ákveðið að grípa til sóttvarnaaðgerða sem fela í sér ýmsar takmarkanir á daglegu lífi fólks.

Mjög hefur verið slakað á sóttvarnaaðgerðum í Danmörku á síðustu vikum og voru fáar reglur enn í gildi. Síðustu reglurnar sem féllu úr gildi á miðnætti voru krafa um að gestir næturklúbba ættu að sýna bólusetningarvottorð eða neikvæða niðurstöðu skimunar við innganginn.

Í lok ágúst ákvað ríkisstjórnin að COVID-19 ógni samfélaginu ekki lengur því góð stjórn er á útbreiðslu hans og þátttaka í bólusetningum hefur verið góð.  Sjúkdómurinn telst nú vera almennur en hættulegur sjúkdómur. Það þýðir að enn eru ákveðnar takmarkanir varðandi komur fólks til landsins, að skólp verður rannsakað til að greina hversu mikið magn af veirunni er í því, smitrakning verður áfram við lýði og heimilt er að takmarka aðgang að ákveðnum stöðum ef þörf krefur.

Ekki þarf að nota andlitsgrímur lengur í Danmörku og hefur ekki þurft vikum saman nema hvað að á flugvöllum þarf að nota þær en þar er evrópskum reglum fylgt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum