fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Myrti eiginmanninn og hlutaði líkið í sundur – Bað börnin um að þrífa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 23:00

Thessalonica Allen. Mynd:LaPorte County Jail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í LaPorte í Indiana í Bandaríkjunum telur að Thessalonica Allen, 34 ára, hafi nýlega skotið eiginmann sinn, Randy Allen, til bana á heimili þeirra þegar þau rifust. Hún er síðan talin hafa hlutað líkið í sundur og sett líkhlutana í poka.

Samkvæmt umfjöllun People þá sýndi Thessalonica manni frá Michigan líkið sem hún geymdi í skáp í íbúðinni. Hún bað hann um aðstoð við að losna við það en það vildi hann ekki aðstoða hana við.

Hann tilkynnti lögreglunni síðan um málið. Thessalonica játaði við yfirheyrslu að hafa banað eiginmanni sínum og sagði að líkið væri enn í svefnherbergi dætra sinna. Þar fann lögreglan sundurhlutað líkið.

Dæturnar, sem eru á unglingsaldri, sögðust hafa heyrt háan hvell og síðan séð Randy liggjandi á gólfinu. Móðir þeirra bannaði þeim að hringja í lögregluna og bað þær um aðstoð við að losna við líkið og þrífa.

Á heimilinu fann lögreglan exi og hníf í skáp Thessalonica og var blóð á bæði exinni og hnífnum. Undir kodda í svefnherbergi dætranna fann lögreglan lista yfir það sem þyrfti að gera í tengslum við dauða Randy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins