fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Bjuggu til fóstur nær útdauðrar nashyrningategundar með sæði dauðra karldýra

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. ágúst 2021 07:30

Fatu og Najin fá að éta ásamt Tauwo sem er af ætt suðlægra hvítra nashyrninga. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að norðlægir hvítir nashyrningar séu við það að deyja út en aðeins tvö kvendýr eru eftir á lífi. Þau eru á friðuðu svæði, Ol Pejeta, í Kenýa þar sem vopnaðir verðir gæta þeirra. Nú hafa vonir vaknað um að hugsanlega verði hægt að bjarga tegundinni frá útrýmingu.

Í síðustu viku skýrðu vísindamenn frá því að þeim hefði tekist að búa til þrjú ný fóstur af þessari tegund og eru þau nú orðin tólf. Þar sem bæði dýrin, sem enn lifa, eru kvendýr var þetta erfiðara en ella en með því að nota sæði úr tveimur dauðum karldýrum tókst að frjóvga egg úr kvendýrinu Fatu. Sæðið var fryst þegar karldýrin drápust.

Það voru ítalskir vísindamenn sem frjóvguðu eggin en bæði egg og sæði voru flutt á rannsóknarstofu á Ítalíu.

En þó búið sé að frjóvga eggin þá er enn langt í land með að afkvæmin líti dagsins ljós og það gerir verkefnið ekki auðveldara að hvorki Fatu, né móðir hennar Najin, geta gengið með fóstrin. Af þeim sökum verður þeim komið fyrir í náskyldum ættingjum þeirra, suðlægum hvítum nashyrningum, en um 18.000 dýr eru lifandi af þeirri tegund.

Richard Vigne, forstjóri Ol Pejeta, segist hafa trú á verkefninu en dregur ekki dul á að mikið sé í húfi. „Enginn lætur sem þetta verði auðvelt. Við gerum hluti sem eru nýir út frá vísindalegu sjónarmiði og við vinnum með erfðaefni þeirra tveggja dýra af þessari tegund sem enn eru lifandi. Það er margt sem getur farið úrskeiðis. Ég held að allir skilji hvaða áskoranir bíða okkar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar