fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Aðeins bólusett fólk fær aðgang að veitingastöðum í New York

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. ágúst 2021 10:00

Gestir á Bocca di Bacco í New York munu þurfa að sýna bólusetningarvottorð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 13. september næstkomandi verður fólk að sýna gögn, sem sanna að það hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn COVID-19, ef það vill fá aðgang að veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum og álíka stöðum í New York borg. Þetta á við bæði um starfsfólk og gesti.

„Það er kominn tími til að fólk líti á bólusetningu sem nauðsyn til að geta lifað góðu og heilbrigðu lífi,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri, á þriðjudaginn þegar hann kynnti nýju reglurnar.

Bandaríkin takast nú á við nýja bylgju kórónuveirunnar eins og fleiri ríki gera einnig. Það er hið smitandi Deltaafbrigði sem fer mikinn þar og víðar um heiminn.

60% íbúa í New York hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni en í ákveðnum borgarhlutum er hlutfallið undir 60%.

Reiknað er með andstöðu og óánægju með kröfuna um að fólk þurfi að vera bólusett til að fá aðgang að hinum ýmsu stöðum. Svipaðar kröfur í Frakklandi hafi orðið tilefni mótmæla og átaka milli lögreglu og mótmælenda.

Bandaríska alríkisstjórnin og yfirvöld í sumum ríkjum hafa beðið opinbera starfsmenn um að láta bólusetja sig. Það sama hefur verið gert á sumum sjúkrahúsum og háskólum.

Á þriðjudaginn tilkynnti matvælafyrirtækið Tyson Foods að starfsmenn þess verði að láta bólusetja sig og er þar með stærsta bandaríska fyrirtækið sem hefur gert það að skilyrði til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns