fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Óttast að nýtt og skætt afbrigði kórónuveirunnar verði til vegna andstöðu við bólusetningar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 06:03

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins er búið að gefa 86.000 skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Um 90 milljónir manna búa í landinu og því er aðeins búið að bólusetja tæplega 0,1% íbúanna.

Það er skortur á bóluefnum í landinu og einnig er mjög erfitt að koma þeim til íbúa í afskekktum héruðum landsins en það er aðeins minna en Vestur-Evrópa. Vaxandi reiði er meðal landsmanna í garð ríkra landa fyrir að aðstoða ekki fátæk ríki við að verða sér úti um bóluefni. The Guardian skýrir frá þessu.

Farsóttafræðingar segja að í umræðunni hafi gleymst að horfa til þess hversu margir landsmenn eru fullir efasemda um bóluefnin og að það eitt og sér geti sett landið aftur á „byrjunarreit“ og grafið undan baráttu heimsbyggðarinnar við faraldurinn.

Pascal Lutumba, prófessor við smitsjúkdómadeild Kinshasa háskóla, segir að ef fólk í Lýðstjórnarlýðveldinu verði ekki bólusett sé hugsanlegt að suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar hitti Deltaafbrigðið þar í landi og úr því verði stökkbreytt afbrigði sem verði ónæmt fyrir sumum bóluefnum. „Ef Kongóafbrigði myndi berast til lands eins og Bretlands, þar sem búið er að bólusetja marga, gæti það sett landið aftur á byrjunarreit. Það þyrfti að bólusetja alla upp á nýtt með nýju bóluefni,“ sagði hann.

Könnun sem Afríkusambandið gerði sýndi að 38% íbúa í Lýðstjórnarlýðveldinu vilja ekki láta bólusetja sig og er það hæsta hlutfallið í Afríku. Í Eþíópíu eru það aðeins 4% sem ekki vilja láta bólusetja sig. Rannsókn sem var birt í Vaccines í febrúar sýndi að 70% heilbrigðisstarfsfólks í Lýðstjórnarlýðveldinu ætlar ekki að láta bólusetja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega