fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Bæjarstjórinn í Nuuk tekinn fram fyrir í bólusetningu – Starfsfólki hótað af embættismanni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 06:59

Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd: Oliver Schauf - Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charlotte Ludvigsen, bæjarstjóri í Nuuk á Grænlandi, var tekinn fram fyrir langa röð fólks, sem beið eftir að komast í bólusetningu, þann 22. júlí og bólusett á undan fólkinu. Þrír embættismenn voru með henni og voru þeir einnig bólusettir á undan þeim sem biðu. Þegar upp var staðið þurftu margir frá að hverfa þar sem bóluefnin voru á þrotum.

KNR skýrir frá þessu. Haft er eftir Anna Wangenheim, sem sá um skipulagningu bólusetninga í skólanum þar sem bólusetning fór fram, að embættismaður hafi komið þangað þann 22. júlí og sagt að hann, bæjarstjórinn og tveir embættismenn til viðbótar vildu láta bólusetja sig áður en byrjað yrði að bólusetja þá sem biðu í röð eftir að opnað yrði.

„Ég sagði auðvitað að við værum að taka upp þetta miðakerfi og að þau gætu farið í röðina eins og allir aðrir. Það sættu þau sig ekki við. Ég lagði þá til að þau gætu farið á biðlista en þegar ég sagði það var mér sagt að þau vildu fá bólusetningu, annars væri ekki hægt að veita okkur þá aðstoð sem þau höfðu lofað,“ sagði Wangenheim.

Daginn áður hafði sveitarfélagið boðist til að aðstoða við gæslu við biðröðina í bólusetningu til að sjá til þess að fólk gætti að fjarlægðarmörkum og fleiru. Þessu boði hafði verið tekið á bólusetningarstaðnum.

„Ég hafði bara tvo valkosti. Annað hvort gat ég staðið fast á því prinsippi að fólk eigi ekki að fá sérmeðferð og verði að bíða í röð eins og aðrir. En þar með var hætta á að allt í tengslum við biðröðina fyrir utan færi úr skorðum og öryggis yrði ekki gætt,“ sagði Wangenheim.

Hún bólusetti því borgarstjóranna og embættismennina þrjá. Í kjölfarið sagði hún upp starfi sínu sem skipuleggjandi bólusetninga þar sem hún vill ekki „halda áfram að sinna starfi þar sem hún sér að ákveðnir þjóðfélagshópar telja sig rétthærri en aðra“.

Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri, staðfesti í samtali við KNR að hún hafi verið tekin fram fyrir í bólusetningu og að fjöldi bæjarbúa hafi staðið í röð og beðið eftir bólusetningu en hafi orðið frá að hverfa þar sem ekki var nóg af bóluefnum fyrir alla. „Ég biðst afsökunar, ég gerði mistök. Ég fór fram fyrir í röðinni og ég vil biðjast afsökunar á því. Það var aldrei ætlun mín að fara fram fyrir og ég vissi ekki að það væri ekki nóg af bóluefnum fyrir alla,“ sagði hún í samtali við KNR. Hún sagðist ekki vita að haft hefði verið í hótunum til að koma henni fram fyrir í röðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum