fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Nokkur ár í að kórónuveiran verði komin í sömu stöðu og inflúensa

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 14:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstu átján mánuði verða Danir að sætta sig við að lifa með ýmsum íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum að mati danskra sérfræðinga. Þeir segja að baráttan við heimsfaraldurinn muni halda áfram í haust þrátt fyrir að bólusetningar hafi gengið vel. Það er því full ástæða fyrir Dani til að skerpa á þolinmæðinni og búa sig undir glímu við veiruna næstu mánuði og jafnvel ár.

TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að sérfræðingarnir segi að það sé aðallega vegna takmarkaðs ónæmis meðal barna sem reikna megi með að veiran muni herja næstu árin. Ekki sé hægt að ná hjarðónæmi eins og er.

„Ég tel að við verðum að fara í gegnum tvö til þrjú ár með faraldrinum áður en við náum nægilega miklu ónæmi meðal barna til að við getum sagt að veiran sé komin í það mikið jafnvægi að við getum lifað með henni eins og inflúensu,“ er haft eftir Allan Randrup Thomsen, veirufræðingi hjá Kaupmannahafnarháskóla.

Viggo Andreasen, lektor í stærðfræðilegri faraldsfræði við Hróarskelduháskóla, tók í sama streng. „Ef þú hefði spurt mig fyrir sex mánuðum hefði ég sagt að í haust gætum við sleppt smitinu lausu en staðan er ekki þannig lengur. Með svo smitandi afbrigði eins og Deltaafbrigðið er þá verða miklu fleiri að verða ónæmir áður en við fáum eðlilegt ástand,“ sagði hann.

Þeir voru báðir sammála um að þegar þessi tími verður liðinn muni flestir hinna óbólusettu hafa smitast og þannig muni hjarðónæmi nást. Þá verði staðan sú að veiran leiki lausum hala í samfélaginu en á því stigi að hún verði viðráðanleg.

Andreasen sagðist telja að í framtíðinni verði kórónuveiran meira eins og barnasjúkdómur á borð við rauða hunda. Börn smitist snemma á ævinni og verði ekki eins alvarlega veik. Líklega muni veiran koma í bylgjum á fimm til tíu ára fresti eins og kíghósti en hún verði ekki eins alvarleg og áður því margir hafi áður smitast af henni.

Mat beggja er byggt á að veiran stökkbreytist ekki frekar því erfitt sé að spá fyrir um afleiðingarnar ef hún stökkbreytist meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Í gær

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra

Fullyrða að ChatGPT hafi átt þátt í sjálfsvígi 16 ára sonar þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“