fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Lögreglumaður ákærður – Munnmök á lögreglustöðinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 06:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra hefur verið gefin út á hendur norskum lögreglumanni vegna fjölda alvarlegra brota. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa stundað kynlíf konu sem var upplýsingagjafi varðandi fíkniefnamál. Maðurinn neitar sök.

Málið verður tekið fyrir hjá undirrétti í dag og er reiknað með að réttarhöldin standi í tólf daga. Lögreglumanninum hefur verið vikið frá störfum.

Í ákærunni kemur fram að hann er ákærður fyrir að hafa stundað kynlíf með þremur konum á grundvelli stöðu sinnar. Hann er ákærður fyrir að hafa ítrekað stundað kynlíf með konu, sem var upplýsingagjafi lögreglunnar í fíkniefnamálum, á árunum 2015 til 2019. Hann rannsakaði fjölda mála sem konan tengdist og var kunnugt um að hún var háð fíkniefnum. Þannig átti hann „auðveldara með að notfæra sér stöðu sína“ til að fá konuna til að stunda kynlíf, segir í ákærunni. Konan er meðal annars sögð hafa veitt honum munngælur á lögreglustöðinni. TV2 skýrir frá þessu.

Í nóvember 2016 tók maðurinn skýrslu af konu sem var þolandi í refsimáli. Önnur kona kom með henni í skýrslutökuna, henni til stuðnings. Daginn eftir yfirheyrsluna setti lögreglumaðurinn sig í samband við konuna, sem hafði fylgt vinkonu sinni í yfirheyrsluna, á grunni upplýsinga sem hann hafði aflað sér við yfirheyrsluna. Þau stunduðu síðan kynlíf heima hjá konunni. Tveimur og hálfu ári síðar lenti þessi kona í umferðarslysi og slasaðist. Áður en lögreglumaðurinn yfirheyrði hana vegna þess máls fór hann heim til hennar og þau stunduðu kynlíf, segir í ákærunni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa ítrekað stundað kynlíf með konu einni frá haustinu 2017 fram á haust 2018. Á sama tíma var hann að rannsaka ofbeldismál þar sem konan var þolandi.

Lögreglumaðurinn er sagður hafa sett sig í samband við tvær af konunum í október 2019 en þá var rannsókn hafin á málum hans. Í ákærunni kemur fram að hann hafi beðið aðra þeirra um að ljúga til um hvenær þau hefðu fyrst hist og hótaði henni að láta það leka út í undirheimana að hún væri upplýsingagjafi lögreglunnar varðandi fíkniefnamál. Hina bað hann um að þegja yfir að þau hefðu stundað kynlíf saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum