fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Vilja opna Nýja-Sjáland fyrir útlendingum vegna skorts á vinnuafli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 20:33

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa landamæri Nýja-Sjálands verið lokuð til að halda veirunni fjarri. En nú standa landsmenn frammi fyrir nýjum vanda vegna þessa. Eftir 18 mánaða lokun landamæranna er farið að bera á skorti á vinnuafli því útlendingar hafa ekki getað komið til landsins til að vinna.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sæti því miklum þrýstingi þessa dagana frá einkageiranum og opinbera geiranum um að opna landamærin til að hægt verði að fá fólk til starfa. Meðal þeirra sem þrýsta á ríkisstjórnina eru samtök hjúkrunarfræðinga sem munu væntanlega boða til verkfalls síðar í mánuðinum. „Við erum háð því að fá góða erlenda hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt vinnunni okkar. En með lokuðum landamærum fáum við enga,“ segir Glenda Alexander hjá samtökum hjúkrunarfræðinga og bætti við að heimafólk vilji ekki starfa sem hjúkrunarfræðingar vegna vinnuálags og lágra launa.

 Um 2.500 smit hafa komið upp á Nýja-Sjálandi frá upphafi heimsfaraldursins og 26 hafa látist af völdum veirunnar. 21% landsmanna hafa lokið bólusetningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir