fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Góðar og slæmar fréttir af virkni bóluefnisins frá Pfizer/BioNTech

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 05:59

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsk heilbrigðisyfirvöld birtu í gærkvöldi ný gögn um virkni bóluefnisins frá Pfizer/BioNTech gegn Deltaafbrigði kórónuveirunnar. Í þessum gögnum eru bæði góðar og slæmar fréttir.

Slæmu fréttirnar eru þær að gögnin sýna að bóluefnið virkar ekki eins vel gegn Deltaafbrigðinu og öðrum afbrigðum veirunnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að bóluefnið kemur að miklu leyti í veg fyrir að fólk veikist alvarlega þótt það smitist af Deltaafbrigðinu.

The Times of Israel skýrir frá þessu.

Tölurnar eru því í takt við tölur sem Evrópska lyfjastofnunin, EMA, birti í síðustu viku. Bóluefnið veitir því vernd gegn Deltaafbrigðinu þrátt fyrir að það sé enn meira smitandi en þau afbrigði veirunnar sem bóluefnin voru þróuð gegn í upphafi.

Ísraelsku tölurnar sýna að bóluefnið hafði 98,2% virkni þar í landi hvað varðar að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og sjúkrahúsinnlagnir. Nú þegar Deltaafbrigðið hefur tekið yfir sem ráðandi afbrigði í Ísrael er virkni bóluefnisins 93% að sögn The Times of Israel.

Þessar tölur hafa nú orðið til þess að heilbrigðisráðuneytið hefur verið beðið um að gera fleiri rannsóknir þar sem komist verði til botns í hvort þörf sé á því að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma