fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Tíföldun kórónuveirusmita í Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 07:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tveimur mánuðum hafa smit af völdum kórónuveirunnar tífaldast í Bretlandi. Það er Deltaafbrigðið sem þessu veldur en það dreifist nú hratt um landið. Þessi aukning smita er athyglisverð í ljósi þess að 85% af fullorðnum íbúum landsins hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn veirunni.

Heilbrigðisyfirvöld segja að á síðustu dögum hafi rúmlega 25.000 smit greinst daglega og hafa þau ekki verið fleiri í fimm mánuði. Þetta er tíföldun miðað við tölur frá í maí. Skotland, North West, North East og Yorkshire and The Humber eru þau svæði þar sem flest smit hafa greinst að undanförnu.

Góðu tíðindin í þessu eru að dauðsföllum af völdum veirunnar hefur ekki fjölgað að sama skapi en þau eru um 20 á dag og hafa verið það í um þrjá mánuði.

Bretland er eitt þeirra Evrópuríkja sem hefur farið verst út úr faraldrinum. Þegar smitin voru í hámarki í lok janúar greindust rúmlega 60.000 smit á sólarhring. Ekki er langt í að heildarfjöldi smitaðra í landinu nái fimm milljónum. Um 128.000 manns hafa látist af völdum COVID-19.

Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í landinu og enn þarf fólk að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngufarartækjum, í verslunum, á söfnum og öðrum stöðum þar sem erfitt er að halda góðri fjarlægð á milli fólks.

Ríkisstjórnin stefndi að því að taka síðasta skrefið í áætlun um afléttingu sóttvarna þann 21. júní síðastliðinn en því var slegið á frest til 19. júlí. Ríkisstjórnin er nú í ákveðinni klemmu því atvinnulífið krefst þess að öllum hömlum verði aflétt hið snarasta en margir vísindamenn telja að vegna fjölgunar smita að undanförnu sé ekki hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum.

James Naismith, forstjóri Rosalind Franklin Institute í Oxford, sagði í samtali við The Guardian að Bretland takist nú á við þriðju bylgju faraldursins. „Deltaafbrigðið breiðist út þrátt fyrir smitrakningu, sýnatökur, sóttvarnaaðgerðir og notkun andlitsgríma. Við munum öll smitast af Deltaafbrigðinu nema við séum heppin eða förum ótrúlega varlega,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi