fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Ætla að greiða íbúum í New York fyrir að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 09:00

Bólusett í New York. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef íbúar í New York borg láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni verða þeir verðlaunaðir fyrir það. Frá og með deginum í dag geta þeir valið um að fá 100 dollara í reiðufé, aðgang að Frelsisstyttunni eða ársmiða í leikhús. Þetta er liður í því að reyna að fá fleiri til að láta bólusetja sig svo hægt sé að vinna bug á heimsfaraldrinum.

Mjög hefur hægt á bólusetningum í Bandaríkjunum því margir vilja ekki láta bólusetja sig eða eru hikandi. Þetta hefur valdið því að smitum hefur farið fjölgandi að undanförnu sem og dauðsföllum af völdum COVID-19.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin CDC segir að 49,2% landsmanna hafi lokið bólusetningu og að 56,9% hafi fengið að minnsta kosti einn skammt. En hlutfallið er mjög mismunandi á milli ríkja landsins. Almennt séð er þátttakan mest í ríku og þéttbýlu ríkjunum en í Suðurríkjum, íhaldssömum ríkjum og fátækari landbúnaðarríkjum hafa mun færri látið bólusetja sig. Í Vermont hafa 67,4% lokið bólusetningu en í Alabama og Mississippi er hlutfallið 34,1%.

Í New York borg hafa 56,7% íbúa lokið bólusetningu og nú vonast Bill de Blasio, borgarstjóri, til að hægt verði að fá enn fleiri til að láta bólusetja sig með því að lofa þeim fjárhagslegum ávinningi á móti. New York Times skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað