fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Hefja manndrápsrannsókn í kjölfar flóðanna í Belgíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 22:00

Mikið tjón varð af völdum flóðanna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn er hafin á hvort einhver beri ábyrgð á því að 38 manns létust í miklum flóðum í Belgíu fyrr í mánuðinum. Í tilkynningu frá saksóknaraembættinu í Liege kemur fram að rannsóknin beinist að því hvort einhver hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi með því að sýna ekki af sér nægilega framsýni eða aðgát.

The Guardian skýrir frá þessu. Liege, sem er í frönskumælandi hluta Vallóníu, fór verst út úr flóðunum.

Nú þegar hafa ýmsar vangaveltur verið uppi um flóðin og afleiðingar þeirra. Meðal annars hefur því verið velt upp hvort flóðaviðvörunarkerfi hafi brugðist. Sumir þeirra sem lentu í flóðunum segjast ekki hafa fengið neinar viðvaranir um að flóðgáttir stíflu í Eupen væru opnar og hefðu verið opnaðar áður en búið var að flytja alla íbúa á brott.

Hópur almennra borgara er einnig sagður vera að íhuga málshöfðun gegn ríkisvaldinu fyrir að hafa ekki veitt þeim þá vernd sem ríkinu ber að veita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali