fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

10.000 vísindamenn krefjast tafarlausra aðgerða vegna loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 06:02

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 10.000 vísindamenn hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir vara við loftslagsvánni og krefjast aðgerða samstundis vegna þeirra.

Yfirlýsingin var birt í vísindaritinu BioScience í gær.

Vísindamennirnir segja að þörfin fyrir breytingar sé brýnni en nokkru sinni áður til að hægt sé að vernda líf hér á jörðinni. Yfirlýsing þeirra er svipuð yfirlýsingu frá 2019 sem 11.000 vísindamenn skrifuðu undir. Frá því að sú yfirlýsing var birt hafa ýmsar náttúruhamfarir átt sér stað, til dæmis flóð, skógareldar og hitabylgjur og þessar hamfarir hafa sýnt að breytinga er þörf segir í nýju yfirlýsingunni.

Sem dæmi nefna vísindamennirnir að síðasta ár hafi verið það næst hlýjasta síðan mælingar hófust. Að auki hafi magn CO2 í andrúmsloftinu náð nýjum hæðum í apríl og hafi aldrei verið meira.

Þeir hvetja til þess að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að vistkerfi jarðarinnar fái meiri vernd.

„Öfgafullir veðurfarsatburðir á síðustu árum, svo ekki sé nefnt á síðustu vikum, sýna þörfina fyrir að gripið sé til aðgerða og eitthvað gert varðandi loftslagsmálin,“ segir Phillip Duffy einn höfunda yfirlýsingarinnar og forstjóri Woodwell Climate Research Center í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum