fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

10.000 vísindamenn krefjast tafarlausra aðgerða vegna loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 06:02

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 10.000 vísindamenn hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir vara við loftslagsvánni og krefjast aðgerða samstundis vegna þeirra.

Yfirlýsingin var birt í vísindaritinu BioScience í gær.

Vísindamennirnir segja að þörfin fyrir breytingar sé brýnni en nokkru sinni áður til að hægt sé að vernda líf hér á jörðinni. Yfirlýsing þeirra er svipuð yfirlýsingu frá 2019 sem 11.000 vísindamenn skrifuðu undir. Frá því að sú yfirlýsing var birt hafa ýmsar náttúruhamfarir átt sér stað, til dæmis flóð, skógareldar og hitabylgjur og þessar hamfarir hafa sýnt að breytinga er þörf segir í nýju yfirlýsingunni.

Sem dæmi nefna vísindamennirnir að síðasta ár hafi verið það næst hlýjasta síðan mælingar hófust. Að auki hafi magn CO2 í andrúmsloftinu náð nýjum hæðum í apríl og hafi aldrei verið meira.

Þeir hvetja til þess að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að vistkerfi jarðarinnar fái meiri vernd.

„Öfgafullir veðurfarsatburðir á síðustu árum, svo ekki sé nefnt á síðustu vikum, sýna þörfina fyrir að gripið sé til aðgerða og eitthvað gert varðandi loftslagsmálin,“ segir Phillip Duffy einn höfunda yfirlýsingarinnar og forstjóri Woodwell Climate Research Center í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri