fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Starfsfólk bandaríska alríkisins verður að láta bólusetja sig eða fara reglulega í sýnatöku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 06:59

Bólusett í Los Angeles. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þess er vænst að á morgun muni Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynna að allir starfsmenn alríkisins verði að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni en ef þeir vilja það ekki verða þeir að fara reglulega í sýnatöku.

CNN skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins. Biden staðfesti í gær að innan stjórnar hans væri verið að íhuga að skylda alríkisstarfsmenn til að láta bólusetja sig. „Það er verið að íhuga það núna,“ sagði forsetinn.

Smitum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum að undanförnu og hafa sérfræðingar og smitsjúkdómastofnun landsins, CDC, nú mælt með því að bólusett fólk noti andlitsgrímur við ákveðnar kringumstæður. CDC mælir með að bólusett fólk noti andlitsgrímur innanhúss á opinberum stöðum að sögn Rochelle Walensky, forstjóra stofnunarinnar. Þetta er kúvending hjá stofnuninni en fyrir nokkrum dögum varði hún ákvörðun sína frá í maí um að falla frá fyrri tilmælum um að bólusett fólk notaði andlitsgrímur. Stefnubreytinguna má rekja til aukinnar útbreiðslu Deltaafbrigðis veirunnar en það er mun meira smitandi en önnur afbrigði hennar.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu í gær kemur fram að á morgun muni Biden tilkynna „næstu skref“ til að reyna að fá fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig. Tæplega helmingur Bandaríkjamanna hefur lokið bólusetningu og 7,6% til viðbótar eru byrjuð á bólusetningaferlinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?