fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Óttast nýja bylgju kórónuveirunnar – „Þetta er faraldur hinna óbólusettu“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 06:04

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smitum af völdum kórónuveirunnar fer nú ört fjölgandi í Bandaríkjunum. Í gær greindust tæplega 90.000 smit en á laugardaginn greindust rúmlega 50.000 smit og fer þeim því fjölgandi með degi hverjum. Samhliða þessu hefur innlögnum á sjúkrahús farið fjölgandi.

Rétt tæplega helmingur þjóðarinnar, um 162 milljónir manna, hefur verið bólusettur en mjög hefur hægt á bólusetningum þar sem illa gengur að fá marga til að láta bólusetja sig.

Anthony Fauci, helst smitsjúkdómafræðingur landsins og ráðgjafi ríkisstjórnar Joe Biden varðandi heimsfaraldurinn, sagði á sunnudaginn að reiknilíkön sýni að um 4.000 manns geti látist daglega af völdum COVID-19 ef fleiri láta ekki bólusetja sig. Flest dauðsföllin verða meðal óbólusettra að hans sögn. „Við höfum sagt þetta margoft. Þetta er faraldur hinna óbólusettu sem veldur því að við grátbiðjum fólk um að láta bólusetja sig,“ sagði hann.

George Rutherford, farsóttafræðingur við Kaliforníuháskóla, segir að það séu aðallega óbólusettir sem smitast og að Deltaafbrigði veirunnar sé sérstaklega skeinuhætt. Hann vísaði í rannsókn þar sem fram kemur að 99,6% nýrra smita í Los Angeles hafi verið meðal óbólusettra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“