fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Kóreuríkin hafa komið upp sambandi sín á milli á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 07:02

Kim Jong-un og Moon Jae-in leiðtogar Kóreuríkjanna hittust fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðamenn í Kóreuríkjunum hafa náð saman um að koma upp sambandi á milli ríkjanna á nýjan leik. Norður-Kórea lokaði fyrir allar samskiptalínur við nágrannana í suðri í júní á síðasta ári og síðan hafa samskipti ríkjanna ekki verið nein og ráðamenn hafa ekki ræðst við. Ástæðan fyrir að norðanmenn lokuðu á samskiptalínurnar var óánægja þeirra með áróður sem landflótta norðanmenn sendu yfir landamærin.

Suðurkóreska forsetaembættið tilkynnti í dag að nú verði samskiptalínurnar opnaðar á nýjan leik en leiðtogar ríkjanna hafa skipst á bréfum síðan í apríl og náð saman um þetta. Markmiðið er að bæta samskipti ríkjanna. Því verða símalínur á milli landanna opnaðar á nýjan leik.

Norðanmenn lögðu sameiginlega samskiptaskrifstofu ríkjanna niður í júní á síðasta ári vegna óánægju með að suðurkóresk yfirvöld hefðu ekki komið í veg fyrir að landflótta norðanmenn sendu áróðursefni yfir landamærin en áróðurinn beinst gegn einræðisstjórninni í Pyongyang. Einnig var lokað fyrir samskiptalínu herja landanna og beina símalínu á milli miðstjórnar norðurkóreska Verkamannaflokksins og suðurkóresku forsetaskrifstofunnar.

Norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA segir að samskiptalínurnar hafi verið opnaðar klukkan 10 að staðartíma í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“