fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Verð á kaffi snarhækkar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 08:00

Kaffi er hollt í hóflegu magni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á kaffibaunum er nú í hæstu hæðum og hefur ekki verið svona hátt árum saman. Ástæðurnar fyrir þessu eru að miklir þurrkar herjuðu á Brasilíu, sem er eitt stærsta kaffibaunaframleiðsluríki heims, á síðasta ári og því var uppskeran ekki eins mikil og vænst hafði verið. Ofan á þetta bætist að á síðustu vikum hefur frost herjað á mikilvægar kaffibaunaekrur í Brasilíu og skemmt uppskeruna.

Hið vinsæla Arabicakaffi, sem er ein mesta útflutningsvara Brasilíu, kostaði á föstudaginn 4,62 dollara kílóið og hefur ekki verið hærra síðan 2014. Verðið hefur hækkað um 60% síðan í janúar.

Auk hremminga kaffibænda í Brasilíu þá hefur flutningskostnaður hækkað og óróleiki í kólumbísku samfélagi hefur einnig haft sitt að segja en Kólumbía er þriðja stærsta kaffiframleiðsluríki heims.

Frost hefur herjað á kaffiekrur í Minas Gerais í Brasilíu síðustu daga og það hefur valdið verðhækkunum en þar fer um 70% af Arabicakaffibaunarækt Brasilíumanna fram.

Sérfræðingar telja að neytendur muni finna fyrir verðhækkunum eftir þrjá til níu mánuði og að þær verði ekki svo miklar þegar þær ná til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“