fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Svíar hyggjast þyngja refsingar yfir ungmennum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 06:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska ríkisstjórnin vill þyngja refsingar yfir ungmennum. Ástæðan er meðal annars umsvif og glæpir skipulagðra glæpagengja í landinu en þau hafa farið mikinn á síðustu árum.

„Sérstakur refsiafsláttur fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 20 ára fyrir gróf afbrot verður afnuminn. Það á að vera hægt að dæma 18 ára í ævilangt fangelsi. Það er betra að við lögum okkur að þessu og horfum á þá sem fremja afbrot á kerfisbundinn hátt og lifa eins og glæpamenn,“ segir Morgan Johansson, dómsmálaráðherra.

Hann segir að hægt eigi að vera að dæma afbrotamenn á aldrinum 18 til 20 ára, sem séu fundnir sekir um afbrot á borð við morð, rán, meiriháttar líkamsárásir og gróf brot á vopnalöggjöfinni í ævilangt fangelsi.

Miklar umræður hafa verið í Svíþjóð síðustu misseri um svokallaðan „ungmennaafslátt“ af refsingum, sérstaklega í ljósi fjölda skotárása og morða þar sem ungir menn hafa verið að verki. „Ég tel mikilvægt að við getum stöðvað afbrotaferilinn,“ segir Johansson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp