fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Sjúkrahússtarfsmenn handteknir – Kröfðu COVID-19-sjúklinga um greiðslu fyrir sjúkrarúm

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 07:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Perú hefur handtekið níu sjúkrahússtarfsmenn sem eru grunaðir um að hafa krafið COVID-19-sjúklinga um greiðslu upp á sem svarar til um 2,5 milljóna íslenskra króna fyrir pláss á sjúkrahúsi. Sjúkrahúsið sem um ræðir er rekið af ríkinu og þar á fólk að fá ókeypis þjónustu.

Það var í gærmorgun sem lögreglan handtók fólkið en á meðal hinna handteknu eru stjórnendur sjúkrahússins, sem heitir Guillermo Almenara Irigoyen, sem er í Lima.

Lögreglunni hafði borist ábending frá bróður sjúklings sem var krafinn um sem svarar til um 2,5 milljóna íslenskra króna fyrir pláss á gjörgæsludeild og læknismeðferð.

Þegar heimsfaraldurinn var í hámarki í Perú greiddu margir sjúklingar háar upphæðir til að komast að á einkasjúkrahúsum en þá var opinbera heilbrigðiskerfið komið að fótum fram.

Á Guillermo Almenara Irigoyen sjúkrahúsinu á öll þjónusta að vera ókeypis en það getur hins vegar verið löng bið eftir að komast að en 80 gjörgæslurými eru þar.

Í mars á síðasta ári voru aðeins nokkur hundruð gjörgæslurými í öllu landinu en þau eru nú um 3.000 að sögn Sky News. Rúmlega tvær milljónir Perúbúa hafa greinst með kórónuveiruna og tæplega 200.000 dauðsföll af völdum COVID-19 hafa verið skráð. 33 milljónir búa í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?