fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Lögreglumaðurinn með gyllta klósettið handtekinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 20:00

Mynd af klósetti Safonov sem embættismenn birtu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski lögreglumaðurinn Alexei Safonov var nýlega handtekinn ásamt sex öðrum í Stavropol í Rússlandi. Hann er grunaður um að hafa verið í forystu fyrir glæpagengi sem tók við milljónum rúbla í mútur frá flutningafyrirtækjum.

Miðað við fréttir erlendra fjölmiðla þá virðist Safonov hafa lifað hátt og mun betur en hann átti að geta á launum lögreglumanns en hann starfaði í umferðardeild lögreglunnar.

Rússneskir embættismenn hafa birt ljósmyndir af höll Safonov og innbúinu. Óhætt er að segja að herbergin séu glæsileg, skreytingarnar vel úr garði gerðar og klósettið er meira að segja gyllt en ekki fylgir sögunni hvort það sé úr gulli.

Safonov er grunaður um að hafa verið forsprakki glæpagengis sem gaf út leyfi til flutningafyrirtækja, sem flytja korn, gegn greiðslu. Leyfin veittu fyrirtækjunum heimild til að hunsa lög og reglur, jafnvel þegar þau fluttu korn í gegnum varðstöðvar lögreglunnar.

Rússneska sambandslögreglan, nokkurs konar jafngildi FBI í Bandaríkjunum, segir að glæpagengið hafi þegið 19 milljónir rúbla í mútur en það svarar til um 32 milljóna íslenskra króna.

Alexander Khinshteyn, þingmaður úr flokki Vladimír Pútíns, Sameinuðu Rússlandi, segir að á fjórða tug lögreglumanna hafi verið handtekinn vegna málsins. Húsleitir voru gerðar á 80 stöðum og hald var lagt á reiðufé, dýra bíla og skjöl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“