fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Lögreglumaðurinn með gyllta klósettið handtekinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 20:00

Mynd af klósetti Safonov sem embættismenn birtu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski lögreglumaðurinn Alexei Safonov var nýlega handtekinn ásamt sex öðrum í Stavropol í Rússlandi. Hann er grunaður um að hafa verið í forystu fyrir glæpagengi sem tók við milljónum rúbla í mútur frá flutningafyrirtækjum.

Miðað við fréttir erlendra fjölmiðla þá virðist Safonov hafa lifað hátt og mun betur en hann átti að geta á launum lögreglumanns en hann starfaði í umferðardeild lögreglunnar.

Rússneskir embættismenn hafa birt ljósmyndir af höll Safonov og innbúinu. Óhætt er að segja að herbergin séu glæsileg, skreytingarnar vel úr garði gerðar og klósettið er meira að segja gyllt en ekki fylgir sögunni hvort það sé úr gulli.

Safonov er grunaður um að hafa verið forsprakki glæpagengis sem gaf út leyfi til flutningafyrirtækja, sem flytja korn, gegn greiðslu. Leyfin veittu fyrirtækjunum heimild til að hunsa lög og reglur, jafnvel þegar þau fluttu korn í gegnum varðstöðvar lögreglunnar.

Rússneska sambandslögreglan, nokkurs konar jafngildi FBI í Bandaríkjunum, segir að glæpagengið hafi þegið 19 milljónir rúbla í mútur en það svarar til um 32 milljóna íslenskra króna.

Alexander Khinshteyn, þingmaður úr flokki Vladimír Pútíns, Sameinuðu Rússlandi, segir að á fjórða tug lögreglumanna hafi verið handtekinn vegna málsins. Húsleitir voru gerðar á 80 stöðum og hald var lagt á reiðufé, dýra bíla og skjöl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi