fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Gruna Lukasjenko um græsku

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. júlí 2021 17:00

Frá landamærum Litháens og Hvita-Rússlands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að hinn umdeildi og óvinsæli einræðisherra í Hvíta-Rússlandi, Aleksandr Lukasjenko, hafi fundið nýtt vopn sem hann beitir gegn nágrannaríkjum, sem eru í ESB, sem beita stjórn hans refsiaðgerðum. Þetta vopn er eiturlyf og flóttamenn.

Grunur leikur á að Lukasjenko láti flytja flóttamenn frá Miðausturlöndum til Hvíta-Rússlands með það að markmiði að senda þá áfram til nágrannaríkjanna.

Í Litháen hefur neyðarástandi verið lýst yfir vegna skyndilegs og mikils álags á landamærin en samhliða aukinni spennu á milli ESB og Hvíta-Rússlands hefur mikill fjöldi útlendinga komið yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi. Það á í sjálfu sér ekki að koma mjög á óvart því í ræðu á hvítrússneska þinginu þann 26. maí sagðist Lukasjenko ætla að leggja niður landamæraeftirlit við 680 km löng landamærin að Litháen. „Við stöðvuðum eiturlyf og innflytjendur. Framvegis getið þið sjálf séð um þetta,“ sagði hann.

Það eru ekki aðeins refsiaðgerðir ESB sem fara illa í Lukasjenko og hans fólk. Reiðin beinist einnig að Litháum fyrir að hafa veitt Svetlanda Tikhanovskaja, stjórnarandstöðuleiðtoga, og öðrum pólitískum flóttamönnum húsaskjól og aðstoð.

Nýlega tilkynnti hvítrússneska utanríkisráðuneytið að það segi nú skilið við samning við ESB um að koma í veg fyrir að útlendingar komist inn í ESB. Þetta breytir svo sem ekki miklu því lengi hefur verið vitað að hvítrússneskir landamæraverðir loka augunum fyrir ferðum útlendinga yfir landamærin til ESB.

Litháa grunar að Hvítrússar beinlínis flytji inn flóttamenn frá Miðausturlöndum til þess eins að senda þá áfram til Litháen. Hvíta-Rússland hefur aldrei verið vinsæll áfangastaður en nú landið skyndilega vinsælt hjá ferðaskrifstofum í Írak og Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“