fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Stór hópur rússneskra tölvuþrjóta er horfinn – Gripu rússnesk stjórnvöld í taumana?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 05:48

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski tölvuþrjótahópurinn Revil Group (sem kallar sig einnig Sodinokibi) hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á mörg hundruð tölvuárásum á fyrirtæki og stofnanir um allan heim. Nú er ekki annað að sjá en hópurinn sé algjörlega horfinn af sjónarsviðinu og er orðrómur á kreiki um að rússnesk yfirvöld hafi gripið í taumana og handtekið meðlimi hópsins.

Búið er að loka heimasíðu hópsins, þar sem fórnarlömb hans gátu greitt lausnargjald til að fá aftur aðgang að tölvukerfum sínum, og bloggsíðu hans. BBC skýrir frá þessu.

Hvarf hópsins kemur á sama tíma og bandarísk yfirvöld þrýsta sífellt meira á rússnesk yfirvöld að grípa til aðgerða gegn rússneskum tölvuþrjótum sem hafa herjað á heimsbyggðina á undanförnum árum. Bandarísk fyrirtæki og stofnanir hafa orðið sérstaklega illa út í aðgerðum þeirra.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, á föstudaginn og sagt honum að Bandaríkin taki netglæpi mjög alvarlega og að hann vænti þess að rússnesk yfirvöld myndu sjá um mál rússneskra tölvuþrjóta.

Af þessum sökum hafa verið uppi vangaveltur um að rússnesk yfirvöld hafi látið til skara skríða gegn hópnum en það er þó ekki öruggt. Sérfræðingar hafa bent á að ekki sé óalgengt að hópar tölvuþrjóta láti sig hverfa af Internetinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol